top of page

Körfubolti

Íþróttin sem við köllum körfubolta í dag kom frá manninum Dr. James Naismith árið 1891. Körfubolti byrjaði bara sem háskólaíþrótt en það vantaði reglur sem margir leikmenn bættu við þegar þeir spiluðu íþróttina sjálfir. Reglu eins og að maður mátti ekki hlaupa með boltann en hásólanemendurnir fundu upp á því að drippla í stað þess að senda hann endalaust. Fyrsti alþjóðlegi leikurinn var spilaður í París árið 1919 þar sem Bandaríkin, Ítalía og Spánn spiluðu á móti hvort öðrum. FIBA eða Federation Internationale de Basketball skipulagði leikinn, en samtökin voru stofnuð af 8 löndum, Argentínu, Slóvakíu, Grikklandi, Ítalíu, Lettlandi, Portúgali, Rúmeníu og Sviss. Bandaríkin bættust við samtökin tveimur árum síðar.

NBA var stofnað 6.júni 1946 í New York af mönnum sem áttu stóra íshokkí velli, þeir vildu nýta vellina sína betur svo þeir ákváðu að nota þá í körfubolta líka. Það eru 30 lið í NBA, 29 í Bandaríkjunum og 1 í Kanada.

Það var mikill rasismi í gangi á þessum árum sem gerði það erfitt fyrir svarta leikmenn að komast í NBA deildina, en fyrsti svarti leikmaðurinn sem spilaði körfubolta fyrir peninga fékk samning hjá Harlem Globetrotters fyrir 25.000 dollara (223.000 dollarar í dag).

Áhorfendurnir fóru að verða reiðir vegna þess að það voru engar reglur um hversu oft þú mættir brjóta á einhverjum eða um tafningu. Einn af frægustu leikjum þar sem liðin Minnesota og Fort Wayne reyndu bara að tefja varð lokastaðan 19-18 fyrir Fort Wayne. Þá þurfti NBA að koma með lausn fyrir tafninguna og kom þá upp skotklukkan sem lausn. Skotklukkan myndi leyfa liðinu að vera með boltann í 24 sek áður en hann væri dæmdur af þeim. Lið byrjuðu strax að skora að meðaltali 79.5 stig og fór það upp í 100 um 1958. Um 1960 voru stærstu stjörnurnar svartar og áhorfendurnir voru flestir hvítir var körfubolti að verða svart íþrótt sem aftengi samband milli leikamanna og áhorfenda en íþróttin hélt áfram að blómstra og voru áhorfin mæld upp í 2.5 miljónir.

Það sem gerðist fyrst og fremst voru að áhorfin urðu verri því allir bestu leikmennirnir voru svartir og enginn vildi sjá einhvern svartan mann rústa einhverjum hvítum. Það er sagt að Larry Bird og Magic Johnson björguðu NBA því að loksins kom einhver hvítur maður sem gat eitthvað. Eftir að þeir komu í NBA byrjuðu áhorfin að skjótast upp vegna þess að þetta var einhverskonar keppni milli svarts og hvíts .

Follow Us
  • Twitter Basic Black
  • Facebook Basic Black
  • Black Google+ Icon
Recent Posts
bottom of page