top of page

Moses Malone

Moses Eugene Malone fæddist 23. mars

árið 1955 í Petersburg, Virginina. Hann spilaði í NBA og ABA frá 1974 til 1995 og var valinn þrisvar mikilvægasti leikmaður tímabilsins, 13 sinnum í NBA- Stjörnuliðið og 8 sinnum lið tímabilsins. Hann vann titilinn aðeins einu sinni með Philadelphiu 76ers og það var árið 1983 þegar hann var bæði mikilvægasti leikmaður deildarinnar og mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann spilaði með háskóla Maryland og var nýliðadreginn árið 1974 af The Buffalo Braves sem heitir í dag The Los Angeles Clippers. Buffalo skipti honum yfir til Houston þar sem hann var valinn 5 sinnum í stjörnuliðið tímabilið 1976-1982. Á ferli hans skoraði hann rétt undir 30000 stig (29850) sem setur hann í sjöunda sæti stigahæstu manna allra tíma og er í þriðja sæti yfir flest fráköst með rétt undir 18000 fráköst (17834) og hann heldur metinu í að leiða NBA í fráköstum 5 ár í röð 1981-1985. Malone lést í svefni vegna hjarta sjúkdóma á hóteli 13. september árið 2015 þegar hann var 60 ára.


Follow Us
  • Twitter Basic Black
  • Facebook Basic Black
  • Black Google+ Icon
Recent Posts
bottom of page