top of page

Nýliðarnir Magic og Bird


Earvin “Magic” Johnson Jr. og Larry Joe Bird komu í NBA deildina á árunum 1978 og 79 en byrjuðu báðir að spila 1979 og það mætti segja að þeir hafi bjargað NBA deildinni með sínum skemmtilega leikstíl sem bara breytti deildinni og hún varð mikið stærri um allan heim á þessum tíma.

Eftir leiðinlegasta áratug í sögu NBA deildarinnar mætti segja að eitt skemmtilegasta tímabilið hafi byrjað og það var þeim Magic og Bird að þakka.

Earvin “Magic” Johnson Jr. fæddist 14 ágúst 1959 og er talinn einn besti körfuboltaleikmaður allra tíma, hann er í frægðarhöllinni fyrir bæði sinn persónulega feril árið 2002 og svo fyrir að vera í bandaríska “draumaliðinu” á ólympíuleikunum 1992 fyrir það var hann tekinn inn 2010.

Magic hefur afrekað margt á ferlinum, hann hefur unnið NBA úrslitakeppnina 5 sinnum og 3 af þessum 5 verið mikilvægasti leikmaður hennar(finals MVP), hann hefur verið mikilvægasti leikmaður tímabilsins (MVP) 3 sinnum, komist í stjörnuliðið 12 sinnum og er 5 stoðsenddingahæsti eikmaður allra tíma með 10.141 stoðsendingar.

Eftir að Magic hefði verið að ríkja í 12 ár í NBA deildinni sem einn besti leikmaður í heiminum kom Magic út með að hann væri kominn með HIV sjúkdóminn sem veldur alnæmi og lagði skónna á hilluna árið 1991 og tók þá svo aftur uðð árið 1996 og spilaði 32 leiki með LA Lakers áður en hann hætti í síðasta skiptið.

Magic byrjaði að draga mikla athygli að sér í háskóla með Michigan State þegar hann stýrði liðinu sínu í úrslit NCAA keppninnar þar sem þeir mættu Indiana State sem var leitt af ungum Larry Bird þetta var mest áhorfði háskóla körfuboltaleikur sem hefði verið á þessum tíma og unnu Michigan 75-64,

Það mætti segja að þessi leikur byrjaði langa stríðið á milli Magic og Bird sem hélt áfram út NBA feril þeirra en þrátt fyrir það voru þeir alltaf vinir.

Larry Bird fæddist 7 desember 1956 í Indiana. Larry var valinn af Boston Celtics 1978 og spilaði með Boston allan sinn feril 1979-1992. Hann vann NBA titilinn 1981, 1984 og 1986 og var verðmætasti leikmaðurinn 1984-1986. Hann var einng partur af „Draumaliðinu“ sem unnu ólympíuleikana 1992.


Follow Us
  • Twitter Basic Black
  • Facebook Basic Black
  • Black Google+ Icon
Recent Posts
bottom of page